Umbra20

Umbra20

Þín leið að nýrri íbúð – aðeins 10% útborgun

Umbra20 sjóðurinn er ný leið í boði fyrir kaupendur fasteigna. Þessi leið auðveldar fólki að komast inn á markaðinn, stækka við sig eða minnka, enda þarf að leggja til mun minna eigið fé. Með þáttöku sjóðsins þurfa kaupendur að eiga lágmarki 10% eigið fé. Þú sem kaupandi hefur 100% ráðstöfunarrétt yfir eigninni.

Reiknaðu dæmið
Umbra20

Hvað er Umbra20?

Umbra20 er sjóður í eigu Umbra ehf. og er rekinn af sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni.  Sjóðurinn fjárfestir í íbúðahúsnæði með kaupendum með það fyrir augum að auðvelda þeim íbúðakaup.  Fjárfestingin takmarkast við þær eignir sem Umbra er með í byggingu og verða þær þá í óskiptri sameign með kaupendum.  Fjárfestingarhlutfall sjóðsins er að hámarki 20%.  Kaupandinn tekur svo allt að 70% lán hjá lánastofnun og leggur svo afganginn til af eigin fé, að lágmarki 10%.

  • Samningur til 3-10 ára
  • Býrð í eigninni eða leigir hana út
  • Greiðir 5% af eignarhlut Umbra20 í leigu sem er gerð upp í lok samningstímabils
Spurt og svarað

Umbra20 Eignir

Þær eignir sem Umbra20 nær til eru annarsvegar Eirhöfði 7 og hins vegar eignir við Víðiholt á Álftanesi.

Umbra20
1.

Finnur eignina

Þú finnur eign í eignasafni Umbru og setur þig í samband við fasteignasala verkefnisins.  Gerir svo tilboð í eignina.

Umbra20
2.

Vinna við fjármögnun og skjalagerð

Við samþykki tilboðs tekur við vinna við fjármögnun.  Að henni lokinni tekur við kaupsamningur, sameignarsamningur og leigusamningur með fasteignasölum.  Samningstíminn er 3-10 ár og mun Umbra20 eiga allt að 20% eignarhlut í eigninni.

Umbra20
3.

Þegar skilyrði kaupsamnings eru uppfyllt er boðað til kaupsamnings.

Þá ertu orðinn eigandi íbúðarinnar ásamt Umbru20.  Þú hefur þá 100% ráðstöfunarrétt yfir íbúðinni.  Þú getur svo selt íbúðina eða keypt hlut Umbru20 á samningstímanum.